Dreki

Í drekanum verður enginn fiskur útundan!

Kæli-og blóðgunardrekinn frá Micro tryggir góða blóðgun og kælingu 
sem er lykilatriði þegar kemur að ferskleika og geymsluþoli fisks.
Drekinn er kælikar / blóðgunarkar sem tryggir að allir fiskar fái sömu
meðferð við blæðingu og kælingu með stöðugu flæði.

                                      Fyrst inn - fyrst út

Góð reynsla útgerðafyrirtækja af Drekanum eru bestu meðmælin.
Helstu kostir sem viðskiptavinir okkar hafa nefnt eru:

- Allur fiskur fer á kaf
- Lítið sem ekkert los 
- Fiskurinn er hvítur
- Fiskurinn er beinn
- Nýting á plássi er góð
Mikil afköst miðað við stærð búnaðar 
- Drekinn er sterkbyggður og auðvelt er að þrífa hann 

Auðvelt er að koma drekanum fyrir um borð þar sem hver og einn dreki er hannaður útfrá þörfum viðskiptavina. 



Umsögn um Dreka

 
“Það sem fékk mig til að skoða Drekann var að ég var í vandamálum með skolun á fiskinum á millidekki skipanna minna.
Ég skoðaði nokkur kerfi en komst að þeirri niðurstöðu að Drekinn væri rétta leiðin þar sem hann tók minna pláss miðað við afköst og einnig vegna þess að ég var mjög hrifinn af þeirri hugmynd að allur fiskur sem færi í hann er settur á kaf og fær ekki tækifæri á því að fljóta ofaná.
Ég tók Dreka til reynslu um borð í eitt línuskip hjá mér og lét reyna á hann við full afköst við veiðar og komst að þeirri niðurstöðu að Drekinn stóð vel undir þeim væntingum sem gerðar voru til hans. Þegar að mínu mati var næg reynsla komin á notagildi Drekans fór af stað sú vinna að undirbúa Dreka í hin 3 skipin hjá mér og aðgerðarkerfi í kringum þá.
það skemmir alls ekki fyrir Drekanum að vinnubrögðin hjá Micro eru þannig að staðið hefur verið við allar tímasetningar og öll vinna er vel unnin.,,
Hrannar Jón Emilsson, Útgerðarstjóri, Þorbjörn hf.

Nánari upplýsingar

Við gefum tilboð í hönnun, smíði og uppsetningu á Drekum.

Fyrir tilboð eða nánari upplýsingar er best að senda email á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða
hringja í síma 588-2314 og við finnum þá lausn sem hentar þér. 

Hlökkum til að heyra í þér!