Í drekanum verður enginn fiskur útundan!
Kæli-og blóðgunardrekinn frá Micro tryggir góða blóðgun og kælingu
sem er lykilatriði þegar kemur að ferskleika og geymsluþoli fisks.
Drekinn er kælikar / blóðgunarkar sem tryggir að allir fiskar fái sömu
meðferð við blæðingu og kælingu með stöðugu flæði.
Fyrst inn - fyrst út
Góð reynsla útgerðafyrirtækja af Drekanum eru bestu meðmælin.
Helstu kostir sem viðskiptavinir okkar hafa nefnt eru:
- Allur fiskur fer á kaf
- Lítið sem ekkert los
- Fiskurinn er hvítur
- Fiskurinn er beinn
- Nýting á plássi er góð
- Mikil afköst miðað við stærð búnaðar
- Drekinn er sterkbyggður og auðvelt er að þrífa hann
Auðvelt er að koma drekanum fyrir um borð þar sem hver og einn dreki er hannaður útfrá þörfum viðskiptavina.