Um Micro

MICRO RYÐFRÍ SMÍÐI ehf. 

Micro-ryðfrí smíði ehf. var stofnað árið 1996 af Sveini Sigurðssyni og Steini Árna Ásgeirssyni.

Í upphafi einkenndust verkefni smiðjunnar af smíði, viðhaldi og viðgerðum á vinnslulínum fyrir sjávarútveginn en í gegnum árin hafa verkefnin stækkað og umsvifin aukist. 
Micro þjónustar viðskiptavini frá mörgum heimshornum og hefur meðal annars hannað og smíðað allt frá kæli-og blóðgunarkörum upp í heilar vinnslulínur um borð í skipum frá Íslandi, Bandaríkjunum, Grænlandi
og Spáni með tilliti til aðstæðna í hverju landi. 

Samhliða þjónustu við sjávarútveginn býður Micro uppá almenna sérsmíði á stigum, handriðum, innréttingum og ýmsu öðru úr ryðfríu stáli fyrir heimili, fyrirtæki og stofnanir. 

 

                                                   - Fagmennska fyrst og fremst -